Fréttir

Tap á Jakanum í döprum leik

Körfubolti | 29.10.2010
Craig átti erfitt uppdráttar í kvöld
Craig átti erfitt uppdráttar í kvöld
Það var ekki mikið sem gladdi augað í kvöld hjá strákunum í KFÍ. "Streetball" er það sem kemur upp í hugann þar sem strákarnir úr Stjörnunni unn sanngjarnan sigur 78-85 og til að gera sér grein fyrir hvernig leikurinn var þá var framlagsstuðull okkar manna 65 sem er hörmulegt. Einstaklingsframtakið og sífellt drippl varð til þess að við lukum flestum sóknum okkar á erfiðu skoti og var það svona happ og glapp hvort við hittum eða ekki og til að bæta gráu í svarta pyttin töpuðum við 20 boltum. Það voru allir slappir í kvöld, leikmenn og þjálfarar. Það góða við leikinn er að við getum ekki gert verr og nú er að girða sig í brók og taka á því sem fór forgörðum. Við vitum alveg hvað býr í þessu liði og Bjössi bóndi fór bara á smá flakk og kemur aftur tvíefldur.

Það verður lítið skrifað um þennan leik og hér er linkurinn á stattið úr leiknum. Ef að við ættum að taka einhvern út úr hópnum og segja að hann hafi verið skástur, þá er það Hugh "teddybear" Barnett. Hann hefði mátt spila meira, var með sex stig og sex fráköst á fjórtán mínútum. Hann er tröll af burðum og erfitt að eiga við hann í teignum.

Craig var með 17 stig en tapaði 7 boltum, Nebojsa 15 stig 6 fráköst, Darco 14 stig, Carl 10 stig,  Pance 8 stig, Hugh 6 stig 6 fráköst, Ari 6 stig og Daði 2.  

Það verður þó ekki af Stjörnumönnum tekið að þeir áttu þennan með húð og hári og börðust eins og ljón. Þeirra besti maður í kvöld var Justin nokkur Shouse, sem sýndi okkur Vestfirðingum hvernig á að spila körfubolta. Drengurinn hitti úr 9 af 10 skotum sínum og tók 7 fráköst. Marvin var með 19 stig, Jovan 18, Kjartan 9 og Kjartan 8. Daníel var traustur og Guðjón og Óli áttu fína innkomu af bekknum.

Taka skal fram einnig að dómarar leiksins þeir Sigmundur Herbertsson og Rögnvaldur Hreiðarsson stóðu sig frábærlega í erfiðum leik. Deila