Fréttir

Tap fyrir Grindavík í bikar í unglingaflokki

Körfubolti | 20.12.2010
Hákon var með stórleik
Hákon var með stórleik
KFÍ byrjaði á því að skora fyrstu körfu leiksins en svo sigu Grindvíkingar fram úr.  Voru ávallt aðeins á undan en heimastrákar gáfust aldrei upp og stóðu sig vel.  Í liði Grindvíkinga bar mest á troðslumeistara Íslands Ólafi Ólafssyni sem sýndi okkur nokkrum sinnum hvernig ætti að troða boltanum.  Okkar strákar hengdu þó ekki haus enda fást ekkert fleiri stig fyrir að troða.

Við vorum 6 stigum undir eftir fyrsta fjórðung en vorum komnir 20 stigum undir í hálfleik.  Sami munur hélst síðan út leikinn og endaði hann eins og áður sagði með 15 stiga sigri Grindavíkur.

Ágætis frammistaða hjá okkar piltum sem sýndu flotta spilamennsku á köflum.  Einn maður stóð sig þó öðrum fremur hjá okkur og það var Hákon Atli Vilhjálmsson sem var stigahæstur heimamanna með 21 stig, væntanlega persónulegt met.  Nýting einnig mjög góð hjá pilti.

Annars skiptust stig heimamanna svona:
Hákon Atli Vilhjálmsson 21, 4-1 í vítum
Hermann Hermannsson 16, 8-4 í vítum
Ingvar Viktorsson 13, 1-0 í vítum, 1 þristur
Leó Sigurðsson 10, 2 þristar
Jón Kristinn Sævarsson 7, 4-2 í vítum, 1 þristur
Jóhann Friðriksson 6
Guðni Páll Guðnason 4
Gautur Arnar Guðjónsson 2, 2-2 í vítum


Vítanýting sem sagt ekki góð, 9 ofan í af 19.

Dómarar voru Unnþór Jónsson og Nebojsa Knezevic og stóðu sig vel.  Þókkum við þeim þeirra framlag.

Hér má sjá myndbrot frá leiknum í boði KFÍ tv

Deila