Fréttir

Tap gegn KR í drengjaflokki

Körfubolti | 22.03.2010
Hemmi spilaði vel  (Ljósm. Helgi Kr. Sigmundsson)
Hemmi spilaði vel (Ljósm. Helgi Kr. Sigmundsson)
Drengjaflokkur fór illa að ráði sínu og missti unnin leik úr höndunum, niðurstaðan tap eftir framlengingu 86-91. KFÍ piltar leiddu allan tímann ef frá eru taldar fyrstu 2 mínúturnar.  Forystan var yfirleitt þetta 5-10 stig en á síðustu mínútu leiksins fór KFÍ afar illa að ráði sínu og missa niður 5 stiga forystu á hálfri mínútu.  Missa leikinn í framlengingu og KR-ingar reyndust sterkari þar og vinna með 5 stigum.

Strákarnir almennt að spila vel, mjög góðir kaflar sáust og skemmtileg og góð spilamennska.  HIns vegar hrundi leikur liðsins í restina og því fór sem fór

Stigin:
  Stig Vítanýting Þriggja stiga
Florijan Jovanov 30 6-5 1
Leó Sigurðsson 20 4-1 3
Óskar Kristjánsson 8 2-1 1
Hermann Hermannsson 7 1-1  
Sævar Vignisson 7   1
Stefán Díegó 7 2-2 1
Sigmundur Helgason 4    
Guðni Páll Guðnason 3   1
Deila