Körfubolti | 13.02.2011
Óskar stóð sig vel
KFÍ menn mættu fáliðaðir í Vesturbæinn, fóru að vísu 7 suður en Sigmundur veiktist í borginni og var sendur heim með flugi þannig að einungis 6 leikmenn léku gegn KR. Áttum við erfitt uppdráttar strax frá fyrstu mínútu. Vorum að vísu aðeins inni leiknum í fyrsta fjórðungi en í stöðunni 11-18 kom afleitur kafli og KR-ingar breyttu stöðunni í 11-31. Eftir þetta var þetta erfið barátta og endaði leikurinn 55-95 KR í vil
Stigin:
Jón Kristinn Sævarsson: 15
Óskar Kristjánsson: 12, 6-3 í vítum
Leó Siurðsson: 11, 2-2 í vítum, 1 þriggja
Sævar Þór Vignisson: 11, 2-0 í vítum, 2 þriggja
Guðni Páll Guðnasson: 6
Gautur Guðjónsson náði ekki að skora en stóð sig vel og frákastaði mjög grimmt.
Stákarnir áttu ágætis spretti en slæmu kaflarnir voru allt of langir, vissulega voru þeir þreyttir en það er lítil afsökun. ,,Æfing skapar sigra" muna það drengir.
Deila