Fréttir

Tap gegn Njarðvík í ágætis leik

Körfubolti | 11.02.2012
Hlynur var bestur í dag og fer stigvaxandi með hverjum leik
Hlynur var bestur í dag og fer stigvaxandi með hverjum leik

Unglingaflokkur KFÍ tók á móti Njarðvík í dag og var um hörkuleik að ræða fram að miðjum þriðja leikhluta, þá hertu Njarðvíkingar tökin og fengu auðveld sniðskot sem dró þá í hæfilega fjarlægð frá okkur og innbirtu grænir sanngarnan 15 stiga sigur. Lokatöli 66-81.

 

Fram eftir leik voru okkar strákar að spila mjög vel og var Hlynur Hreinsson að draga vagninn og fékk um borð þá Kristján Pétur, Gaut og Leó, en við vorum ekki nógu grimmir og hengdum haus á kafla sem má aldrei gegn svona sterku liði sem Njarðvík er og þá er ekki að sökum að spyrja. En það býr mikið í þessu liði okkar og taka skal frá þessum leik sem gott er og læra af hinu.

 

Fín frammistaða engu að síður og ekkert til að hugsa um nema í 15 mínútur, næsti leikur og þessi búinn takk fyrir.

 

Stig KFÍ. Hlynur 26, Kristján Pétur 13, Leó 11, Gautur 6, Jón Kristinn 6, Sigmundur og Óskar 2.

 

Stig Njarðvík. Styrmir 21, Ólafur 19, Egill 15, Einar 11, Óli Alexander 8, Einar Örn 7.

 

Áfram KFÍ

Deila