Fréttir

Tap gegn Snæfelli/Skallagrími í bikarnum

Körfubolti | 11.01.2010
Hemmi spilaði vel í kvöld
Hemmi spilaði vel í kvöld
Okkar piltar byrjuðu leikinn afar illa og brunuðu gestirnir strax í góða forystu og sáust tölur eins og 2-13 og 4-19.  Mesti hrollurinn virtist þá úr okkar piltum og sáust nokkrir góðir kaflar og tilþrif frá heimamönnum.  Staðan eftir fyrstu lotu 10-23.  Annar fjórðungur gekk betur og náðist að minnka muninn í 9 stig en gestirnir enda hálfleikinn með 2 þristum og staðan í hálfleik 27-43.

Hafi heimamenn haldið að þeir ættu einvhern séns í gestina þá var sá misskilningur leiðréttur í 3 fjórðungi, gestirnir unnu hann 21-9 og munurinn því orðinn 26 stig.  Sameiginlegt lið Borgnesinga og Hólmara sýndi hví þeir eru ósigraðir í vetur og bestir í drengjaflokki, yfirspiluðu KFÍ menn algerlega sem virtust ansi ráðvilltir á köflum.  Síðasti fjórðungur var síðan formsatriði og leiknum lauk loks með 25 stiga sigri gestanna 61-86.

Stig heimamanna
  Stig Vítanýting Þriggja
Florijan Jovanov 15 5-4 1
Leó Sigurðsson  15 4-3  
Hlynur Hreinsson 9 4-2 1
Guðmundur Guðmundsson 7 1-1  
Hermann Hermannsson 6 2-1
Jón Kr. Sævarsson 4 4-2  
Þorgeir Egilsson 3   1
Hákon Atli Vilhjálmsson 2 2-2  


Hlynur lék hér sinn fyrsta leik fyrir KFÍ og komst vel frá sínu.  KFÍ liðið barðist allt mjög vel í vörninni en eins og stundum áður skorti á skynsemina hjá okkur í sókninni.  Þetta er þó mjög góður hópur sem er til alls líklegur í framtíðinni svo fremi sem menn eru tilbúnir að leggja það á sig sem þarf til að ná árangri. 

Heimasíða KFÍ verður þó að senda smá pillu á gestaþjálfarann sem var fullupptekinn af frammistöðu dómaranna.  Afar erfitt er að dæma drengjaflokksleiki, mikill hraði og töluverð harka. Nokkuð klárt að við náum ekki að byggja upp dómara til framtíðar ef við gerum ekkert nema að skammast í þeim.  Arnar og Hjalti komust ágætlega frá erfiðum leik þó svo þeir hafi að sjálfsögðu gert sín mistök eins og leikmenn og þjálfarar.  Deila