Meistarflokkur kvenna tapaði í dag fyrir Stjörnunni, lokatölur 51 - 72. Fyrsti leikhluti var góður hjá okkur og leiddum við hann 13 -9. Um miðjan annan leikhluta var svo staðan 20 - 15 en þá náðu Stjörnukonur ágætis áhlaupi og leiddu eftir leikhlutann 23-31. Seinni hálfleikur hófst með sömu báráttu Stjörnukvenna og leiddu þær eftir þriðja leikhluta 34 - 47. Í lokin lönduðu Stjörnukonur sigri og halda örugglega toppsætinu í 1.deild kvenna.
Stigaskor hjá okkar liði var eftirfarandi Stefanía 20, Hafdís 12, Lindsey 8, Sirrý 5 og Sólveig Páls. 5.
Nú verðum við að spýta í lófanna og klára mótið með baráttu, við eigum mikið inni. Við eigum eigum eftir fjóra leiki, tvo heima og tvo útileiki. Næsti leikur er úti um aðra helgi gegn Val og geta stelpunar vel stolið sigri þar með góðum leik. Næsti heimaleikur er svo gegn Laugdælum 26.febrúar kl 12.