Fréttir

Tap gegn Stjörnunni í Drengjaflokki

Körfubolti | 16.01.2011
Leó var stigahæstur
Leó var stigahæstur
Frammistaða KFÍ var ekki nógu góð í leiknum.  Piltarnir virkuðu þreyttir enda að spila sinn annan leik á jafnmörgum dögum. 

Við vorum á hælunum allan tíman og vorum ávallt 10-20 stigum á eftir bráðskemtilegum og vel spilandi Stjörnustrákum.  Við náðum smá lífsmarki í 4. fjórðung og náðum að minnka muninn í 7 stig um miðjan fjórðunginn en svo kláruðu Stjörnumenn verkefnið.

Stigin
Leó 20, 4-3 í vítum, 1 þriggja
Sævar 19, 3-1 í vítum, 2 þriggja
Hermann 18, 6-4 í vítum
Jón Kristinn 15, 5-4 í vítum, 1 þriggja
Jóhann 5, 2-1 í vítum
Guðni Páll 3, 2-1 í vítum
Óskar 2
Hákon 1, 2-1 í vítum.

Allir skoruðu í leiknum sem er jákvætt.  Eins gáfust strákarnir aldrei upp, héldu alltaf áfram að reyna en voru einhvern vegin alltaf skrefinu of seinir og ekki alveg nógu skynsamir.   Nú þurfa drengjaflokksmenn að halda vel á spöðunum í næstu leikjum ef þeir ætla að komast í úrslit en 4 efstu lið riðilsins fara í úrslit í vor.  Sem stendur sitjum við í 4. sæti en liðin hafa spila mismarga leiki þannig að ekki er alveg  að marka stöðuna.  Stóðuna má sjá hér Deila