Fréttir

Tap gegn UMFN

Körfubolti | 04.02.2012
Kristín Erna Úlfarsdóttir setur sniðskot.
Kristín Erna Úlfarsdóttir setur sniðskot.
1 af 6

Njarðvíkingar voru andstæðingar KFÍ stúlkna í síðari leik dagsins.  Eins og í fyrri leiknum í dag virtist lið okkar ekki byrja á fullum krafti og það nýttu þær grænklæddu sér vel.  Þær náðu góðu forskotu og staðan eftir fyrsta fjórðung var 27:7.  Í öðrum leikhluta sáust nokkur batamerki í leik okkar en munurinn var þó enn nokkur í hálfleik, eða 47:19 og ljóst að KFÍ átti erfitt verkefni fyrir höndum.  KFÍ stúlkur höfðu spilað vörnina fulldjarft með höndum og uppskáru því sæg af villudómum á sig, en það átti eftir að reynast ansi dýrkeypt.

 

Þriðji leikhluti hófst af krafti og virtust KFÍ stúlkur hafa náð vopnum sínum.  Mikil barátta og betra skipulag í leiknum, í raun má segja að þær hafi þarna farið að sýna sitt rétta andlit loksins.  Staðan fyrir fjórða leikhluta var 63:36 og eygði KFÍ nokkra von um að laga stöðuna áður en yfir lyki.  Því miður komu núna villurnar í fyrri hálfleik all svakalega í bakið á okkur. Þegar skammt var liðið á lokaleikhlutann misstum við útaf með fimm villur, fyrst Rósu og svo Evu.  Þar var bersýnilega komið skarð fyrir skildi, því eftir stóðu eingöngu fjórir leikmenn KFÍ inni á vellinum.  KFÍ eru nefnilega fáliðaðar að þessu sinni eða eingöngu sex talsins.  Ísfirsku stúklurnar sýndu mikla baráttu í þessu mótlæti og börðust eftir mætti gegn sterkri pressuvörn UMFN.  

 

KFÍ stúlkur eru þreyttar en reynslunni ríkari og við töpuðum engu í dag en vorum sigraðar af sterkum liðum.  Við erum að færast nær þessum liðum jafnt og þétt.  Hlökkum til verkefna morgundagsins en í kvöld verður slappað af og batteríin hlaðin!.

 

Stig KFÍ: Kristín Erna 15, Eva 15,  Málfríður 9 (þristur úr Krísuvík), Lovísa 4, Rósa 2, Lilja 1

Deila