Fréttir

Tap gegn góðu liði KR í unglingaflokk

Körfubolti | 24.03.2012
Nonni var flottur í dag
Nonni var flottur í dag

KR undir stjórn Hrafns Kristjánssonar komu í heimsókn í dag og öttu kapi gegn unglingaflokki okkar. Leikurinn var mjög skemmtilegur og hraður og sáust mjög góð tilþrig hjá báðum liðum. KR drengirnir voru mjög góðir og eru með frábæran efnivið og fengu drengirnir á Jakanum að hafa fyrir öllu í vörn og sókn. Lokatölur 98-80 sem hefði þó hæglega geta verið minna ef við hefðum nýtt öll opnu færin undir körfunni og fækkað töpuðu boltum (20).

 

KR sem eru leiddir áfram af  Martin, Kristófer (flugmann) og Bjössa Kristjáns sýndu í dag hvers vegna þeir eru bikarmeistarar með makkerum sínum úr KR. Þeir leiddu vagninn í dag og lokuðu leiknum en þeir Jónas, Oddur, Egill og Kormákur voru þó langt fyrir að vera í fríi og settu sitt mark á leikinn. Verðskuldaður sigur hjá drengjunum úr Vesturbænum sem voru í dag að spila sinn fjórða leik á þrem dögum sem telst ágætis framlag til boltans.

Stig KR. Martin 24, 7 fráköst. Bjössi 20 stig (3/5 Í þristum). Kristó 20 stig 11 fráköst. Kormákur 10 (2/2 þristum). Oddur 9 og Egill 7.

 

Hjá KFÍ voru strákarnir að spila mjög vel, en misstu leikinn frá sér á nokkrum mikilvægum augnablikum þegar þeir misstu einbeitninguna, en gáfust ekkert upp og létu KR hafa fyrir hlutunum. Það var gaman að sjá Nonna og Óskar berjast eins og Ísbirnir og var Óskar frákastahæstur KFÍ í dag með 10 fráköst og setti 10 stig, sem sagt flott tvenna hjá Bolungarvíkurundrinu :)

 

Nonni átti sinn besta leik á tímabilinu og setti 13 stig og tók 6 fráköst og stal 2 boltum.  Leó var mjög góður, setti 16 stig og sýndi hvað hann getur með hraða sinn og stökkkraft. Hlynur vex með hverjum leik og er að verða að topp leikstjórnanda. Hann setti 10 stig, tók 6 fráköst og átti 6 stoðsendingar. Hemmi var ekki alveg í sinkinu en barðist þó eins og tuðra og sama á við um Guðna Jr. en við vitum alveg hvað þeir hafa fram að færa og munu sína það í næstu leikjum. Gautur Arnar gaf ágætis mínútur en er á eftir í formi þar sem hann hefur verið veikur undanfarið. Haukur Hreinsson kom inn og gaf allt sitt í leikinn og er auðvitað mikið yngri en þessir tappar en sýndi ekki neina taugaveiklun og er mikil framtíð í þeim dreng. Og þá á aðeins eftir að nefna einn dreng, en það er Kristján Pétur sem spilaði frábærlega í dag og var að mati fréttaritara maður leiksins. Hann var með 29 stig ( 6/8 í tveggja,5/9 í þristum og 2/2 í vítum) og 9 fráköst.

 

Það verður gaman að fylgjast með strákunum í næstu leikjum.

 

Áfram KFÍ.

Deila