Fyrri viðureign KFÍ og Hattar um helgina lauk í kvöld með fimm stiga sigri gestanna. Svekkjandi tap hjá okkar strákum sem leiddur megnið af leiknum. Viðureignin var þó mjög jöfn og yfirleitt ekki nema fáein stig sem skildu liðin að. KFÍ strákar náðu þó góðum spretti í þriðja leikhluta og náðu mest 11 stiga forystu. Í síðasta leikhlutanum sýndi liðið ekki nógu mikla skynsemi og tapaði forystunni niður á síðustu mínútum leiksins og því fór sem fór.
Seinni leikur liðanna fer fram á morgun klukkan 14:00. Nú er bara að bíta í skjaldarrendur og sýna betri leik á morgun og landa sigri.
Hvetjum alla til að mæta á leikinn en minnum líka á beina útsendingu hjá KFÍ-TV.
Nebojsa Knezevic var stigahæstur hjá KFÍ með 20 stig en fast á hæla hans fylgdu Birgir Björn með 19 stig og Kjartan Helgi með 18.
Hjá gestunum var Tobin Carberry stigahæstur með 26 stig en Viðar Örn Hafsteinsso spilandi þjálfari Hattar átti einnig mjög góðan leik með 19 stig og 70% skotnýtingu.
Nákvæma tölfræði leiksins má finna á vef KKÍ.
Deila