Fréttir

Tap í hörkuleik gegn Keflavík

Körfubolti | 07.02.2013
D átti enn einn stórleikinn
D átti enn einn stórleikinn

Það var hörkurimma í slátúrhúsinu í kvöld, en því miður voru dómarar leiksins í einu af aðalhlutverkum og flæðið sem við höfum svo þráð í vetur og við sáum í síðasta leik varð að flóði og voru Jón Hrafn og Mirko sem átti stórleik settir á bekkinn. Mirko spilaði aðeins rúmar sextán mínútur í leiknum. Lokatölur 111-102.

 

Við byrjuðum leikinn fjörlega og náðum góðri forustu, en nokkrir óverðskuldaðir dómar settu okkur í vandræði. Eftir þriggja mínútna leik var staðan 11-0 fyrir okkur og við í góðum málum, en Keflvíkingar hafa góða menn innan sinna raða og náðu janft og þétt að komast inn í leikinn og staðan eftir fyrsta leikhluta 24-29.

 

Annar leikhluti var tær eign heimamanna og sýndu þeir sláturverðtíð á köflum tóku okkur í bólinu að vísu með Mirko á bekknum og staðan í hálfleik var staðan 55-43 og ekki leit þetta vel út.

 

Það var hins vegar allt annað KFÍ lið sem mætti í seinni hálfleik og byrjuðum við að spila okkar bolta. Með Mirko inná gekk þetta vel og þótt við hefðum orðið átján stigum undir þá komum við til baka og komum leiknum niður í átta stig. Staðan þegar farið var í lokaleikhlutann var 85-70.

 

Við sýndum það í fjórða leikhlutanum að þetta eru strákar sem berjast og þrátt fyrir að missa bæði Jón Hrafn og Mirko út komu okkar drengir til leiks með blóð á tönnum og tókum við þann fjórða 32-26 og unnum því seinni hálfleik með tveim stigum sem er ekki slæmt á þessum bæ.

 

Damier var frábær að venju. Ty átti einn sinn besta leik og er alltaf að verða betri. Mirko var frábær á meðan hann fékk að spila. Kristján Pétur vaknaði heldur betur í seinni hálfleik og spilaði sem miðherji á köflum. Jón Hrafn sýndi mátt sinn og sparkaði menn áfram. Hlynur var mjög góður. Og síðast en ekki síst komu Leó og Stebbi inn með góða baráttu. Þetta er að fæðast hjá okkur og menn að slípast betur með hverjum leik.

 

Það var engin uppgjöf hjá okkur í kvöld og enginn tilbúinn að láta strauja yfir sig og þrátt fyrir að fá á okkur 27 villur og fá hrynur a stigum gegn okkur þá héldum við haus og göngum (keyrum) hnarreistir heim á leið og gerum okkur klára í leikinn gegn Snæfell hér heima á sunnudag.

 

Stig og Fráköst:

Damier 37 stig, 7 fráköst og 8 stoðsendingar og 5 stolnir. (Maður leiksins)

Ty 22 stig, 6 fráköst, 2 varin og 2 stolnir. (FIMM troðslur)

Kristján Pétur 15 stig, 15 fráköst og 2 stolnir.

Mirko 11 stig, 9 fráköst, 1 varinn og 1 stolinn ("fékk" að spila í 16.36 mín)

Hlynur 8 stig.

Jón Hrafn 7 stig, 8 fráköst og 5 stoðsendingar.

Leó 2 stig, 1 stolinn.

Stebbi kom inn og spilaði flotta vörn og stal 1 bolta!

 

Áfram KFÍ !!!

 

 

Deila