Fréttir

Tap í tveim leikjum gegn Haukum

Körfubolti | 02.04.2012
Kristján var stigahæstur í leikjunum tveim
Kristján var stigahæstur í leikjunum tveim

Unglingaflokkur karla spilaði tvo leiki gegn Haukum í gær og í dag. Fyrri leikurinn tapaðist óþarflega stórt, en þar vorum við ekki næginega grimmir í fráköstum og hjálparvörnin var í fríi. Lokatölur 63-77.  Þar voru Kristján Pétur og Hlynur skástir, en við gáfum allt of mikið eftir í þriðja leikhluta og þar tóku Haukastrákarnir leikinn.

 

Stig KFÍ. Kristján Pétur 19 stig. Hlynur 18. Jón Kristinn 6. Hermann Óskar 5. Guðni Páll 5. Sigmundur 4. Óskar 4. Leó 2.

 

Seinni leikurinn var mun betri og þar gat sigurinn dottiið beggja vegna og vorum við óheppnir með skotin sem "duttu" ekki fyrir okkur, en baráttan var til fyrirmyndar þar sem við spiluðum fantagóða vörn og sóttum hart í fráköstin. Óskar komst í gang og við vorum óheppnir að taka ekki þennan leik, en enn var þriðji leikhlutinn okkur að falli. Lokatölur 67-71.

 

Stig KFÍ. Kristján Pétur 19. Óskar 18. Hlynur 15. Hermann 7. Leó 4. Jón Kristinn 3. Guðni Páll 1.

 

Það er margt gott sem hægt sem hgt að taka frá þessum leikjum og það sýndi sig að þegar við létum boltan vinna fyrir okkur komumst við strax í gang og fengum auðvildar körfur. En þegar menn hættu að hreyfa sig var sóknin stöðnuð.

 

Nú eigum við Keflavík eftir hér heima og ætlum að klára þann leik með sigri. Við þökkum áhorfendum kærlega fyrir að styðja okkur áfram.

 

Áfram KFÍ

Deila