Fréttir

Þjálfarateymið fullskipað

Körfubolti | 15.02.2016

Það er ánægjulegt að segja frá því að búið er að fullmanna þjálfarateymið hjá okkur fyrir næstu körfuboltabúðir. Áður hefur verið greint frá því að Finnur Freyr Stefánsson, Borce IIlievski, Natasja Andjelic og Arturo Alvarez verða með okkur en þjálfararnir sem bætast við hópinn eru eftirfarandi:

 

ISRAEL MARTIN þekkja íslenskir körfuboltaunnendur vel en hann gerði Tindastól að silfurliði síðustu leiktíðar. Hann tók síðan við danska stórliðinu Bakken Bears sem urðu danskir bikarmeistarar núna í janúar og halda sig nálægt toppnum í dönsku úrvalsdeildinni.

 

SCOTT STAPLER eigandi og yfirþjálfara Alabama Basketball Academy. Hann var með okkur í búðunum árið 2012 og er ánægjulegt að fá hann aftur til starfa enda með mikla þekkingu og reynslu sem leikmaður og þjálfari.

 

KRIS ARKENBERG hefur undanfarin ár verið aðstoðarþjálfari hjá háskólaliðinu New Orleans Privateers. Eitt af helstu verkefnum hans hefur verið að efla skot- og bakverði liðsins sem hefur m.a. skilað eftirtektarverðum árangri í fjölgun stoðsendinga í leikjum liðsins.

 

SIGURÐUR HJÖRLEIFSSON er meðal þekktustu körfuboltaþjálfara landsins og á að baki sérlega farsælan feril sem þjálfari yngri flokka hjá KR og U-landsliða í gegnum tíðina. Margir af bestu leikmönnum landsins hafa vaxið úr grasi undir hans handleiðslu og er ómetanlegt að fá slíkan reynslubolta í búðirnar til okkar.

 

Auk þeirra flottu þjálfara sem hér hafa verið taldir upp, verður hópur aðstoðaþjálfara sem leggur sitt af mörkum til að skapa sem besta umgjörð utan um körfuboltabúðirnar

Deila