Fréttir

Þór átti ekkert svar við leik KFÍ í kvöld

Körfubolti | 11.11.2011
Craig Schoen átti stórleik í kvöld.
Craig Schoen átti stórleik í kvöld.

Það var rétt í byrjun sem Þór hékk í okkar mönnum en í stöðunni 15-15 skildu leiðir og eftir fyrsta leikhluta var staðan 32-18 0g í hálfleik 52-37 og Pétur búinn að koma öllum tólf drengunum inn á til að taka þátt. Chris meiddist á hné í byrjun leiks og fór um suma áhorfendum, en það skipti engu máli. það var alveg sama hver kom inn á, allir spiluðu frábæra vörn sem skilaði sér í góðu sóknum. Staðan fyrir síðasta leikhluta var 77-50 og þá kláruðu yngri leikmenn KFÍ með Sigga Haff sem aldursforseta 21 árs sildgdu skútunni að Jakanum og lokatölur 92-65.

 

 

Craig fór hamförum í kvöld og lauk leik með þrefalda tvennu eða 28 stig, 10 fráköst,10 stoðsendingar og bætti svo 3 stolnum í sarpinn. Kristján Pétur var þéttur með 21 stig á 20 mínútum. Jón Hrafn var leiðtoginn í vörninni setti 15 stig og var með 10 fráköst. Chris lék ekki nema einhverjar 15 mínútur en var samt með 12 stig og 9 fráköst.Siggi Haff var traustur og barátta hans smitaði til yngri drengjanna sem hann leiddi. Siggi endaði með 6 stig. Leó var með 4 stig og þeir Óskar Kristjánsso, Sigmundur Helgason og Sævar Vignisson lögðu allir 2 stig hver í púkkið. Guðni Jr., Jón Kristinn og Hlynur Hreinsson skoruðu ekki í kvöld en barátta þeirr var til fyrirmyndar.
Hjá Þór var Stefán Karel bestur með 18 stig og 7 fráköst. "gamla" brýnið Guðmundur Ævar Oddson barðist sem ljón endaði með 11 stig og mættu félagar hans taka hann sér til fyrirmyndar þegar kemur að baráttu. Darco sem sá liðsfélaga sína fyrst í kvöld setti 10 stig og tók 7 fráköst og á eftir að hjálpa þeim í baráttunni í vetur. Elías Kristjánsson var góður í fyrri hálfleik og skoraði þá ein 10 stig en eins og flestir hjá Þór átti erfitt uppdráttar gegn öflugri vörn KFÍ í þeim seinni. Spencer Harris átti ekki möguleika gegn Craig í kvöld sem hreinlega át hann og skoraði hann aðeins 9 stig. Sindri kom svo með 4 stig og Þorbergur 3.
Craig var besti maður vallarins í kvöld og til að setja hlutina í samhengi var hann með 43 í framlag á meðan allt lið Þórs endaði með 42 í framlag !! Og þeim tókst að tapa 26 boltum og þar af tæpum helming þeirra vegna skrefa, eða öllu heldur vegna of margra skrefa..
Áhorfendur voru frábærir og var rosalega vel mætt á leikinn og mikil stemming. Lið KFÍ og Pétur fá næstum fullt hús stiga og var lisðheildin frábær.
Góðir dómarar í kvöld voru þeir Steinar Orri Sigurðsson og Ágúst Jensson sem stjórnuðu að festu og ákveðni.
Næstu leikir eru:
Á morgun laugardag 12. nóvember á Jakanum tekur unglingaflokkur okkar á móti Fjölni og hefst leikurinn kl. 17.00
Á sunnudagskvöldið er leikur suður með sjó gegn Grindavík í Lengjubikarnum og hefst hann kl. 19.15
Síðan eru Fjölnismenn að koma aftur en núna með meistaraflokk og keppa hér á miðvikudagskvöldið 16. nóvember í Lengjubikarnum  á Jakanum og hefst sá leikur 19.15
Áfram KFÍ
Deila