Guðni Ólafur Guðnason verður á sínum uppeldisslóðum með KFÍ
Á morgun 13. febrúar er þríhöfði gegn KR í DHL-Höllinni. Fyrstar byrja stelpurnar úr 9. flokk kl. 10.00. Síðan eru það drengjaflokkur sem mætir á parketið og hefst sá leikur kl. 14.30.
Og í lokin eigast við meistaraflokkar félaganna og hefst sá leikur kl. 19.15 og hvetjum við alla stuðningsmenn og konur að reyna að mæta á leikina og hvetja.
Leikur meistaraflokka félagsins verður sýndur beint á KR-TV fyrir þá sem ekki komast að vestan og eru þeir drengir sem lýa leiknum mjög skemmtilegir og fylgist með. Það er verðurgt verkefni fyrir neðsta lið IE deildarinnar að takast á við feykilega vel mannað lið KR, en það er enginn beigur í okkar strákum. Þetta eru bara menn sem reima á sig skóna eins og við. Þeir eru með tvær fætur og hendur. Það fer síðan eftir því hver notar þessar græjur best, hvernig fer.