Fréttir

Þrír KFÍ þjálfarar útskrifast af þjálfaranámskeiði

Körfubolti | 21.09.2015
Hákon Ari, Nökkvi og Gunnlaugur ásamt þeim Stefáni Arnarssyni, Snorra Erni Arnaldssyni og Ágústi Björgvinssyni, sem leiðbeindu á námskeiðinu.
Hákon Ari, Nökkvi og Gunnlaugur ásamt þeim Stefáni Arnarssyni, Snorra Erni Arnaldssyni og Ágústi Björgvinssyni, sem leiðbeindu á námskeiðinu.

Þrír þjálfara frá KFÍ útskrifuðust úr þjálfaranámskeið 1a sem KKÍ stóð nýverið fyrir. Á 1 a námskeiðinu er lögð áhersla á þjálfun byrjenda og barna. Einkum var horft til kennslu á helstu grunnþáttum eins og skotum, sendingum, fótavinnu, knattraki og boltaæfingar auk þess að kenna yngstu iðkendum grunnþætti í gegnum leiki. Námskeiðið endaði með skrif-, verk- og munnlegu prófi. Eins og fram kemur á vef KKÍ leystu þátttakendur á námskeiðinu prófin með miklum sóma. Þeir þjálfarar frá KFÍ sem útskrifuðust af námskeiðinu voru Gunnlaugur Gunnlaugsson, Hákon Ari Halldórsson og Nökkvi Már Harðarson

 

Námið mun án efa nýtast þessum ungu og metnaðarfullu þjálfurum í framtíðinni og yngstu iðkendur KFÍ njóta góðs af.

 

Í september mun KKÍ einnig bjóða upp á þjálfaranámskeið á stigi 1 b auk námskeiðs á stigi 1 c. Nánari upplýsingar um þjálfaranám KKÍ má nálgast á vef sambandsins.

Deila