Það er óhætt að skrifa hér að allt hafi verið í boði í kvöld. Drama spenna, skúffelsi og fagnaður, en það fer eftir hver á í hlut hvað átt er við. En KFÍ lagði Skallagím í sínum fyrsta leik í Dominos deildinni. Lokatölur 95-94 eftir að framlengja þurfti leikinn að lokum venjulegum leiktíma 84-84.
Það var ekkert sem benti til þess að við værum tilbúnir í leikinn í bryjun og klaufaleg mistök ásamt ágætis skammti af værukærð gerði það að verkum að Skallarnir náðu fínu áhlaupi og komust í 6-18 eftir fimm mínútna leik og aftur í 18-28 og var paxle burjaður að hrella mann og annan með hittni sinni og herkænsu. Staðan að lokum fyrsta leikhuta var 20-28 og Pétri ekki skemmt á hliðarlínunni.
Smá saman fóru menn þó að spila sig betur saman og var innkoma yngri drengjanna mikilvæg þar. Gummi, Leó og Stebbi hentust af bekknum með látum og gáfu engan grið. Borgnesingarnir voru þó alltaf á undan með Paxel í ham og fóru til hálfleiks með sex stiga forskot 37-43.
Seinni hálfleikur byrjaði eins sá fyrri með mikilli baráttu og villurnar hrönnusðust upp og tæknivíti voru gefinn á bæði lið sem grátbáðu um þau. En leikruinn jafnaðist og um lok þriðja leikhluta komust drengirnir á Jakanum loks yfir 58-57 og bros að færast yfir mannskapinn. Eftir þriðja leikhluta var jafnt 60-60 og spennan farin að segja til sín.
Fjórði leikhlutinn var skemmtilegur fyrir suma og aðra ekki. BJ og Chris lentu í villuvandræðum, en Gummi og Léo stigu upp heldur betur þarna og ulluðu á sér eldri og reyndari menn. Það er skemmst frá því að segja að háspenna lífshætta var á lokamínútunum þar sem allir héldu að fjósadrengirnir væru að sópa sigrinum með sér, en BJ náði að jafna leikinn á vítalínunni þegar þrjár sekúndur voru eftir af leiknum og hefði getað komið okkur fyrir en geigaði og framlengt 84-84.
Þarna var enn og aftur var vasaklúturinn kominn upp hjá sumum til að þerra svitann á pöllunum og menn og mýs að missa sig úr spenningi. Og þessi fjórðungur bauð upp á allt sem hægt er að panta í þessum frábæra leik sem karfan er. Og leiðin skiptust á að skora. En Paxel var farinn að komast í dýrðlingartölu hjá Borgnesingum en hann hreinlega vildi ekki hætta að skora úr öllum færum og koma þeim í færi á að taka leikinn. En Leó, Mirko og Gummi voru á örðu máli og spiluðui frábærlega í restina með fráköst og góðar körfur. Þarna voru BJ og Chris komnir í fimm villur og þá er stóra sviðið þeirra sem vilja sýna sig. Og KFÍ vildi sýna þeim fjölmörgu er komu til leiks að það yrði gaman í vetur og kláruðu leikinn. Lokatölur 95-94 og fyrsti sigur í Dominos deildinni staðreynd.
Þess má geta hér að KFÍ-TV sýndi beint frá leiknum og var atgangurinn svo mikill að kerfið fór næstu á hvolf. En þetta reddaðist að lokum og var gríðarlegt áhoft sem er skemmtilegt og spennandi.
Næsti leikur okkar er á miðvikudagskvöldið 10.október en þá koma Fjölnisstrákarnir í heimsókn en þeir gerðu sér lítið fyrir og tóku KR í kvöld í hökuleik.