Fréttir

Tilkynning frá KFÍ

Körfubolti | 19.03.2011 Stjórn KFÍ vill koma því á framfæri að við hörmum þá atburðarrás sem komin er í fjölmiðla vegna slagsmála tveggja leikmanna í leik KFÍ-Haukar. Það er ekki með okkar samþykki sem þetta var birt og var leikmaður okkar og stjórn KFÍ tilbúin að taka þeirri refsingu sem leikmanni okkar bar að fá vegna atviksins. Við tökum þeirri refsingu án mótmæla, og eins og áður hefur komið fram harmar viðkomandi leikmaður okkar atburðinn. Meira höfum við ekki um málið að segja og munum ekki tjá okkur frekar um þetta mál.

Við viljum þó að skýrt sé að þetta er ekki körfuboltanum til framdráttar og öll umfjöllun um málið hefur verið stórlega ýkt. Við vonum að hægt sé að ljúka þessari leiðinda umræðu og einbeita sér að stórglæsilegri úrslitakeppni karla og kvenna sem nú er í gangi.

Virðingafyllst
Stjórn KFÍ Deila