Fréttir

Toni Jelenkovic til liðs við Vestra

Körfubolti | 26.12.2019
Toni Jelenkovic er gengin til liðs við Vestra.
Toni Jelenkovic er gengin til liðs við Vestra.

Körfuknattleiksdeild Vestra hefur samið við bakvörðinn Toni Jelenkovic um að leika með liðinu það sem eftir er af tímabilinu. Toni er leikstjórnandi og hefur spilað með Hamri í haust, það sem af er tímabili hefur hann skorað 11,8 stig, tekið 3,8 fráköst, gefið 3,8 stoðsendingar og skilað 14,3 framlagspunktum.

Meiðsladraugurinn hefur verið Vestra erfiður í haust. Aðeins einu sinni hefur verið hægt að stilla upp fullskipuðu liði. Toni mun breikka hópinn og gera liðið síður viðkvæmt fyrir skakkaföllum. Hann mætir til leiks strax 4. janúar og verður tilbúinn í fyrsta leik gegn sínum gömlu félögum í Hamri 6. janúar í Hveragerði.

Deila