Fréttir

Topplið Snæfells í heimsókn á Jakann

Körfubolti | 17.11.2012
Damier er mættur á Jakann
Damier er mættur á Jakann

Sunnudagskvöldið 18.nóvember kemur topplið Snæfells í heimsókn á Jakann og er það liður í Lengjubikarnum. Leikurinn hefst kl.19.15.

 

Lið Snæfells trjónir á toppi Dominos deildarinnar verðskuldað og hafa einungis tapað einum leik þar. Í Lengjubikarnum eru þeir einnig á toppi B-riðils og eru með einn tapleik á bakinu.

 

 

Í liði Snæfells eru toppleikmenn í öllum stöðum. Þeirra helstu vopn er að bekkurinn er djúpur, en hér eru þeirra helstu menn

 

Asim McQueen er þeirra stigahæstu og reyndar með flest fráköst eða 17.8 stig og 9.8 fráköst

Jay Threat er leikstjórnandi þeirra og með 16.0 stig og 5.8 stoðsendingar

Nonni Mæju er ekki langt á eftir með 15.8 stig og 5.8 fráköst

Haffi Gunn er að standa sig frábærlega og er að skila 11.2 stigum

Sveinn Arnar eru búinn að vera með flott mót og er með 11.0 stig í leik

Pálmi Freyr er með 10.0 stig og bræðurnir Stefán Karel er með 7.4 og Óli Torfa með 5.4.

 

Þjálfari Snæfells er hinn flotti Ingi Þór sem er heldur betur búinn að sýna hve góður hann er með frábærum árangri beggja meistaraflokksliða Snæfells.

 

Við erum með ungt og skemmtilegt lið hjá KFÍ og ætlum að verða flottir í vetur. Það hafa verið ýmsir þröskuldar á vegi okkar en við klífum þá og tökumst á við verkefnin sem bíða okkar. Damier er mættur í leikstjórnanda hlutverkið og hann á eftir að gera góðan vetur. 

 

 

Það verður enginn svikinn af því að mæta á Jakann á sunnudag og sjá flotta pilta spila.

 

 

Áfram KFÍ

 

 

Deila