Fréttir

Tvær fyrrum landsliðskonur í meistaraflokk kvenna KFÍ

Körfubolti | 16.09.2011
Sólveig og Svandís eru hér við undirskriftina ásamt formanni KFÍ Sævari Óskarsyni, Pétri þjálfara og hluta af mfl. kvenna
Sólveig og Svandís eru hér við undirskriftina ásamt formanni KFÍ Sævari Óskarsyni, Pétri þjálfara og hluta af mfl. kvenna

Þær Sólveig Helga Gunnlaugsdóttir og Svandís Anna Sigurðardóttir skrifuðu undir samning við KFÍ og munu spila með meistaraflokk kvenna í vetur. Þetta mun styrkja liðið mjög enda hér á ferðinni tvær mjög leikreyndar stúlkur sem til samans eiga að baki 31 leik með landsliðinu.  

 

Sólveig spilaði hér á árum áður með KFÍ, en hefur einnig spilað með KR, Stjörnunni og Grindavík. Svandís hefur spilað með ÍS, Stjörnunni og KR og eru báðar stúlkurnar boðnar hjartanlega velkomnar í KFÍ.

Deila