Fréttir

Tveir sigrar gegn Hornfirðingum um helgina

Körfubolti | 27.02.2011 Eins og kemur fram í eldri fréttum fór drengjaflokkur suður til Reykjavíkur að spila 2 leiki gegn Sindra frá Hornafirði. Fóru leikar þannig að KFÍ vann báða leikina, þann fyrri 80-68 og þann síðari 64-58.

Laugardagur, KFÍ 80 - Sindri 68

Við byrjum leik með látum, Óskar skorar þriggja stiga körfu í fyrstu sókn og svo sjást tölur eins og 13-3 en Sindramenn náðu áttum og náðu að minnka muninn, staðan eftir fyrsta fjórðung17-13.  Þessi munur hélst nokkurn veginn út leikinn nema hvað Sindramenn náðu að minnka muninn í 2 stig 44-42 en þá bættu Ísfirðingar í og héldu þægilegum mun út leikinn og fór svo að nokkuð öruggur 12 stiga sigur vannst.

Nokkuð var um hnjask á okkar mönnum í leiknum, Nonni snéri sig á ökkla, Andri fékk slæmt högg á læri sem og Leó og Gautur meiddi sig einnig í leiknum.  Sigmundur nýkominn upp úr meiðslum og Guðni á öðrum fæti.  Sævar var skilinn eftir heima eftir meiðslin gegn Fjölni og Hemmi og Hákon komust ekki með.  Gott ef Óskar var sá eini sem ekki kvartaði um eymsli eftir leikinn.  Það var því ekkert pláss fyrir afsakanir og var ekkert að gera nema að bíta á jaxlinn og spila sig í gegnum verkina og safna kröftum fyrir sunnudagsleikinn.
Stigin.
Leó 21, 8-2 í vítum, 1 þriggja
Nonni 20
Óskar 11, 1 þriggja
Sigmundur 9, 2-1 í vítum, 2 þriggja
Guðni 7, 4-0 í vítum, 1 þriggja
Ingvar 6
Jói 4
Gautur 2

Sunnudagur

KFÍ 64 - Sindri 58

Þessi leikur var öllu strembnari en fyrri leikurinn.  Leikur jafn allan tímann, við einu yfir eftir fyrsta fjórðung, einu yfir í hálfleik.  Við náum góðum kafla í þriðja fjórðung og erum 5 stigum yfir eftir hann.  Töluverð spenna var framan af 4. fjórðung.  Sindramenn ná að jafna þegar 2 mínútur voru eftir en þá skorum við 10 stig í röð og klárum leikinn.  Tóku Ísfirðingar vel á því í vörnini og lokuðu á Sindramenn.  Sindramenn skora svo 4 siðustu stigin og ná að laga stöðuna eilítið.

Jói stóð sig virkilega vel í fráköstum í þessum leik og tók nokkur lykilfráköst á lokakaflanum.  Leó sá um stigaskorunina en allir voru strákarnir með gott framlag.  Andri náði lítið að spila vegna meiðslanna frá deginum áður en aðrir minna þjáðir og náðu að skila sínu.

Stigin:
Leó 27, 10-4 í vítum, 1 þriggja
Óskar 13, 1 þriggja
Jói 6, 2-0 í vítum
Ingvar 6, 5 villur!
Sigmundur 4, 2-0 í vítum
Guðni 4, 4-2 í vítum
Nonni 4, 4-2 í vítum

Víti ekki góð, 22-8 sem er náttúrulega skelfilegt, þó skárra en nýtingin á laugardeginum 14-3.  Vítanýting um helgina því 36-11 sem er.., ja ekki gott.

2 sigrar gegn Sindra þó staðreynd og nú þurfa strákarnir að leggja Haukana í síðasta leiknum og þá er sæti í úrslitum mjög líklegt.  Þetta er þó allt háð því hvað Snægrímsmenn gera í sínum síðustu leikjum.

Góðir dómarar beggja leikja voru Baldur okkar Jónasson og Hróbjartur Ómarsson.  Fá þeir þakkir fyrir aðstoðina sem og KR-ingar.

Staðan í riðlinum:
Nr. Lið U/T Stig
1. KR dr.fl. 12/1        24
2. Fjolnir dr.fl 11/3    22
3. Haukar dr.fl 10/4   20
4. KFÍ dr. fl. 9/6        18
5. Snæf/Skall.fl. 8/5   16
6. ÍR dr.fl. 7/8           14
7. Stjarnan dr.fl 3/10   6
8. Sindri dr.fl. 1/10      2
9. Akranes dr.fl. 0/13   0

Snæfell á eftir að spila við KR og Hauka og verðum við að vona að þeir tapi gegn þeim en við komumst áfram ef liðin enda jöfn vegna innbyrðisviðureigna.  Við eigum síðan leik við Hauka heima á næsta laugardag.
Deila