Fréttir

Tveir tapleikir fyrir sunnan

Körfubolti | 13.01.2014

Strákarnir í KFÍ komu saman í fyrsta sinn allir síðan fyrir jól en veður og færð hafa sett strik í reikning okkar hér eins og víða um land. Eins og allir vita fór Jason frá okkur til Braselíu og í hans stað kom Josh Brown sem spilaði einmitt fyrsta leik sinn gegn Njarðvík þá nýlentur og ósofinn. Frá upphafi leiks var strax farið að sjást hverjir hafa verið í toppæfingu og hverjir ekki og vorum við í eltingaleik. En Biggi þjálfari notaði þennan leik til að leyfa öllum að spila og voru þeir allir með fimmtán mínútur eða meira. Við töpuðum leiknum örugglega en hann fer í bankann fræga sem inniheldur reynslu. Lokatölur 113-64. Josh komst vel frá sínu sem og Valur, en aðrir höfðu hægt um sig. Josh var með 25 stig og Valur lét finna fyrir sér og endaði með 12 stig.

 

Tölfræðin

 

Seinni leikur okkar var gegn Þór sem sitja í þriðja sæti og var strax allt annað að sjá til drengjanna og úr varð leikur. Allt var í járnum í fyrri hálfleik og þegar gengið var til hlés var staðan 47-47 og allt opið. En þriðji leikhluti var okkar banabiti en þá náðu Þórsarar að stinga af með 30-14 áhlaupi og þar fór leikurinn.Fjórði leikhlutinn var jafn, en mikið var að minnka muninn og svo fór þessi. Lokatölur 108-90. Josh var góður í leiknum og verður okkur góð viðbót, en núna koma strákarnir til með að æfa stíft og koma drengnum vel inn í öll kerfi. Það er ekki auðvelt að vera saman með strákunum í tvo daga og ætla að læra allt. Josh var með 36 stig, Mirko 13 og 12 fráköst og Gústi með 12 og 12 fráköst. Valur, Gummi og Jón áttu fína spretti. 

Það sem stóð upp úr er að Þór fór á línuna helmingi oftar en við (39 víti en við 21) og létu drengirnir það fara í taugarnar á sér. Það hefur ekkert upp á sig að hugsa um dómarna. Við þurfum að hætta að láta þá hafa áhrif á okkur og koma í hvern leik með því hugarfari að það er ekkert hægt að breyta þessu. Svona er þetta og verður allt tímabilið. Nú er bara að fókusa fram á veginn en næstu tveir leikir eru hér heima sá fyrri gegn Keflavík á föstudag 17. janúar og hefst kl.19.15.

 

Tölfræðin

 

Áfram KFÍ

Deila