Fréttir

Tvö minniboltalið stúlkna á móti um helgina

Körfubolti | 07.11.2014
Miinniboltastelpurnar klárar á Torfnesi fyrir brottför í dag.
Miinniboltastelpurnar klárar á Torfnesi fyrir brottför í dag.

KFÍ teflir fram tveimur liðum til keppni í fjöllliðamóti minnibolta stúlkna sem fram fer að Ásvöllum í Hafnarfirði um helgina. Þetta er í fyrsta sinn í fjölmörg ár sem tvö körfuboltalið koma frá Ísafirði úr sama aldurshópi en æfingahópurinn samanstendur af 15-20 stúlkum á aldrinum 10-12 ára. Þær byrjuðu flestar að æfa í fyrrahaust og hafa tekið miklum framförum á skömmum tíma.

 

Fjórtán stúlkur taka þátt í móti helgarinnar þar sem þær munu spila undir stjórn Labrenthiu Murdock, þjálfara og leikmanns meistaraflokks kvenna, sem nýverið gekk til liðs við þjálfarahóp yngri flokka KFÍ en stúlkurnar hafa í haust æft undir stjórn Evu Margrétar Kristjánsdóttur, leikmanns meistaraflokks kvenna. Með í för eru einnig tveir fararstjórar, Mariam Esmail og Steinþór Bragason, sem einnig tók að sér bílstjórahlutverkið, en hann gerði sér lítið fyrir og sérmerkti rútu hópsins með aðstoð Fánasmiðjunnar. Vonandi hefur það forspárgildi og er til marks um að KFÍ keppnishópar muni í framtíðinni ferðast um í eigin rútum.

 

Við óskum þessum flotta stúlknahópi góðs gengis um helgina. Áfram KFÍ!

 

Deila