Fréttir

Tvö töp í dag hjá meistaraflokkum

Körfubolti | 19.10.2014

Síðari viðureign KFÍ og Hattar lauk í dag með 5 stiga tapi okkar manna 65-70. Heimamenn leiddu megnið af fyrri hálfleik en í þriðja leikhluta gáfu þeir eftir og gestirnir tóku forystu sem þeir létu ekki af hendi.

 

Nebojsa Knezevic var stigahæstur hjá KFÍ með 17 og 8 fráköst en fast á hæla hans fylgdi Birgir Björn með 16 stig og 12 fráköst.

 

Í liði gestanna var Tobin Carberry langbestur með 34 stig og 12 fráköst.

 

Ítarleg tölfræði leiksins er aðgengileg á vef KKÍ.

 

Seinnipartinn í dag lék meistarflokkur kvenna sinn fyrsta leik í 1. deildinn gegn sterku liði Njarðvíkur og tapaðist leikurinn 81-41. Það var vitað fyrirfram að leikurinn yrði erfiður enda Njarðvíkingar með gríðarlega öflugt lið sem féll úr úrvalsdeildinni eftir síðustu leiktíð. Undirbúningstíminn með nýjum bandarískum spilandi þjálfara, Labrenthiu Pearson, var stutt en þó náðu stelpurnar að æfa tvisvar saman fyrir sunnan fyrir leikinn.

 

En nú eru stelpurnar reynslunni ríkari og munu án efa bæta leik sinn og byggja ofan á þessa reynslu. Næsti leikur hjá stelpunum er heimaleikur gegn Stjörnunni þann 26. október og hvetjum við alla til að mæta og styðja við þær.

 

Labrenthia Pearson var stigahæst okkar stelpna með 26 stig og Eva Margrét gerði 11 stig.

 

Ítarleg tölfræði leiksins er aðgengileg á vef KKÍ.

 

 

Deila