Fréttir

Tvöfaldur sigur hjá meistaflokki kvenna um helgina

Körfubolti | 13.03.2011
Vera skoraði 10 stig í síðasta leiknum.
Vera skoraði 10 stig í síðasta leiknum.
Stelpurnar tóku á móti Laugdælum um helgina og spiluðu tvo leiki á sama degi. Gekk vel í þessum leikjum sem gáfu okkur tvo góða sigra sem fleytti okkur í 5.sæti deildarinnar.

Fyrri leikurinn fór fram í Bolungarvík og lauk honum 68-54 fyrir KFÍ. Þetta var fínasti leikur og mátti sjá fín tilþrif á köflum, þrátt fyrir að boltinn vildi oft og tíðum ekki rata rétta leið. Allar tóku þátt og skiluðu framlagi í leikinn á sinn hátt. Stigaskorið var: Stefanía 17, Hafdís 16, Lindsey 14, Sirrý 14, Marelle 3, Eva 2 og Sólveig 2. 

Seinni leikurinn fór fram á Torfnesi seinna um daginn og því voru það þreyttir en ákveðnir fætur sem mættu til leiks. Leikurinn var jafn á köflum en í þriðja leikhluta gáfum stelpunar í og unnu þann leikhluta 15-2. Loka niðurstaða var 53-46 fyrir okkur og ánægjulegt var að sjá hversu margir leikmenn stigu upp og komu með framúrskarandi baráttu og leikgleði. Stigaskorið var eftirfarandi: Hafdís 11, Lindsey 10, Vera 10, Stefanía 6, Marelle 5, Eva 5, Sirrý 4 og Sólveig 2. 

Eins og fram kom hér að ofan enduðu stelpurnar í 5.sæti í deildinni sem er viðunandi árangur miða við fyrsta ár í deildinni. Framtíðinn hér í kvennaboltanum er björt þar sem margar efnilegar stelpur eru að koma upp úr yngraflokkastarfinu. Nokkrar af þessum stelpum hafa látið af sér kveða jafnt í meistarflokki og yngirflokkunum sem hefur gefið þeim mikla reynslu sem á eftir að nýtast þeim til frekari frama í boltanum.

Ekki má gleyma að minnast á framlag þeirra eldri sem hafa lagt sitt af mörkum til þess að halda úti meistarflokki þennan vetur. Vonandi halda sem flestar áfram úr þeim hópi á meðan þær yngir eru að fylla á reynslubankann áður en þær taka alfarið við keflinu. Deila