Fréttir

Undanúrslit: KFÍ-B gegn Gnúpverjum

Körfubolti | 15.04.2016
Florijan Jovanov hefur farið mikinn með flaggskipinu undanfarið.
Florijan Jovanov hefur farið mikinn með flaggskipinu undanfarið.

Þá er komið að stærsta leik þessa tímabils! Flaggskipið, KFÍ-B, tekur á móti Gnúpverjum í undanúrslitum 3. deildarinnar. Líkt og í 8-liða úrslitum er hér á ferðinni algjör úrslitaleikur því sigurliðið leikur til úrslita um deildarmeistaratitil 3. deildar. Leikurinn fer fram á heimavelli KFÍ-B að Torfnesi laugardaginn 16. apríl og hefst hann klukkan 15:00.

Við hvetjum alla til að mæta og styðja við hið sigursæla lið KFÍ-B.

Áfram KFÍ! Áfram Vestri!

Deila