Unglingaflokkur KFÍ sigraði Snæfell/Skallagrím í dag, í mjög spennandi og skemmtilegum leik. Lokatölur 74-67.
Það var gaman að sjá strákana í báðum liðum. Mikil barátta einkenndi leikinn og óhætt að segja að barist hafi verið um alla lausa bolta á gólfi jafnt sem í lofti. Snæfell/Skallagrímur er með mjög gott lið og höfðu þeir stjórn á leiknum mest allan leikinn, en í lokin kom aukinn kraftur í leik okkar drengja sem voru frábærir í vörninni og tókst þeim með harðfylgni að skjótast fram úr á æsispennandi lokamínútum leiksins og lenda glæsilegum sigri.
Þetta var sigur liðsheildarinnar og vörnin enn og aftur að sanna hvað þarf til að vinna leiki.
Stig KFÍ. Kristján 16, Hlynur 16, Leó 15, Hermann 9, Sigmundur 6, Óskar 6 og Guðni Jr. 6.
Deila