Unglingaráð KFÍ var í dag að selja góðan varning fyrir krakkana okkar í KFÍ. Í boði eru hettupeysur í krakkastærðum og síðast en ekki síst rafhlöður í reykskynjara sem koma sér að góðum notum yfir hátíðirnar. Þetta er besti tíminn til að huga að reykskynjurum og eru rafhlöðurnar á frábæru verði og rennur allur ágóði þessarar sölu ókipt til krakkanna okkar í KFÍ.
Við hvetjum fólk að koma í Neista á morgun á milli 16 og 18 og verður þar fólk frá unglingaráði með bros á vör.
Deila