Fréttir

Ungu strákarnir stóðu vaktina gegn sterku liði Snæfells

Körfubolti | 29.10.2012
Pance var heitur í gær
Pance var heitur í gær

Við sóttum ekkert í Stykkishólm nema gott heimboð til foreldra Kristjáns Pétur og svo að fá ljómandi fína innkomu frá ungu strákunum þeim Óskari, Leó og Gumma ásamt því að Pance og Mamci áttu fína spretti og BJ var fínn. Mirko spilaði minna en hann ætlaði sér þar sem hann fékk þungt högg á hausinn og varð að skreppa aðeins á sjúkrahúsið til aðhlynningar.

 

Chris var annan leikinn í röð algjörlega týndur og mátti sín lítils gegn sprækum Hólmurum.

 

Það er ekki mikið um þennan leik að skrifa annað en að villurnar voru heldur okkur í óhag og við komumst í 10-0 þar og ekkert fengum við frá dómaraparinu og enduðum við í 23 villum gegn 14 hjá Snæfell. Það var samt ekki það sem fór með leik okkar. Við áttum bara ekkert skilið á tímablli og Snæfellingar gengu á lagið. Og með svona gott lið sem Snæfell er þá er ekkert hægt að gefa þeim millimeter. En sem áður sagði voru það ungu strákarnir sem sýndu baráttu og voru með fínan

leik og fá mikið hrós fyrir.

 

Skotnýting okkar var góð sérstaklega utan þriggja stiga línunar eða 48% (14/29) og tókum við einnig frákastabaráttuna, en við hentum boltanum frá okkur í 23 skipti sem er allt of mikið.

 

Lokatölur 108-87.

 

Stig KFÍ: Pance 17, Momci 15, BJ 15, Óskar 14, Leó 8, Gummi 6, Chris 6, Mirko 6.  

 

Tölfræði leiksins.

 

Við viljum koma þeim orðum frá formanni okkar til dómara að vera ekki með persónulegar athugasemdir við þjálfara okkar eins og gert var eftir leikinn í gær. Við þekkjum ekki þannig vinnubrögð. Það er hægt að koma með ábendingar til stjórnar KFÍ og er sjálfsagt að taka við þeim og svara.

Deila