Fréttir

Uppskeruhátíð KFÍ

Körfubolti | 10.05.2010

Uppskeruhátíð yngri flokka KFÍ verður haldinn á fimmtudaginn kemur þann 13. maí kl. 14.00. Hátíðin mun fara fram í íþróttahúsinu Suðureyri.  Margt verður til gamans gert, farið í körfu, sund og að sjálfsögðu veittar viðurkenningar fyrir afrek vetrarins.

Pylsur/pulsur verða í boði unglingaráðs og eru foreldrar/forráðamenn hvattir til að koma með börnum sínum og endilega taka systkini og ættingja með.

Áfram KFÍ.

Deila