Fréttir

Uppskeruhátíð yngri flokka KFÍ verður n.k. fimmtudag 17.maí

Körfubolti | 15.05.2012
Við stækkum öll og verðum betri
Við stækkum öll og verðum betri

Þá er komið að því að verðlauna krakkana okkar fyrir vetrarstarfið og verður það gert á fimmtudaginn n.k. 17.maí. Er hátíðin frá 11.00-13.00 og hvetjum við alla til að koma og taka þátt í að verðlauna krakkana og taka átt í ýsmsum lekjum og fjöri. Það eru allir velkomnir til okkar og verður hátíðin á Jakanum okkar (íþróttahúsið Torfnesi)

 

Um leið og við kveðjum veturinn fögnum við nýju tímabili, en eftir helgina byrjum vð á sameigilegum æfingum fyrir alla flokka okkar og verða þær frá og með 21.maí. Æfingatímarnir verða mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga frá 16.00-17.00 og er Pétur Már yfirþjálfari með þær auk þjálfara KFÍ sem munu aðstoða hann.

 

Það er óþarfi að segja það við duglega krakka, en við ætlum samt sem áður að skerpa á því hér að ef þið viljið verða betri og ná lengra þá er að æfa meira en aðrir gera. ,,Æfingin skapar meistarann" það er algjörlega satt og rétt og eru æfingar utan reglubundins tímabils algjör plús og gerir gæfumunin fyrir flesta. Þarna geta allir fengið aukna athygli og leiðbeiningar um hvað er hægt að laga og gera getur.

 

Áfram KFÍ

Deila