Fréttir

Uppskeruhátíð yngri flokka á fimmtudaginn

Körfubolti | 07.05.2013

Uppskeruhátíð yngri flokka KFÍ verður haldin í íþróttahúsinu á Torfnesi næsta fimmtudag, uppstigningardag, frá kl. 13 til kl. 15. Að venju fer fram keppni blandaðra liða og börn og foreldrar takast á í Stinger-keppni. Veittar verða viðurkenningar í öllum flokkum og loks verður slegið upp veglegri veislu þar sem m.a. verður boðið upp á pylsur og ís. Foreldrar eru sérstaklega hvattir til að koma og fagna lokum vetrarstarfsins með krökkunum.

 

Um leið og KFÍ kveður veturinn með uppskeruhátíð lýkur formlegu vetrarstarfi en nóg er samt um að vera hjá félaginu því miðvikudaginn 5. júní nk. hefjast hinar árlegu Körfuboltabúðir KFÍ. Þar verður að venju boðið upp á vandaða og fjölbreytta dagskrá með frábærum þjálfurum, íslenskum og erlendum. Upplýsingar um körfuboltabúðirnar má finna á vefsíðu félagsins, www.kfi.is.

Deila