Fréttir

Úrslitakeppni: KFÍ-B gegn Kormáki

Körfubolti | 08.04.2016
Áhöfnin á flaggskipinu eftir leik við Kormák á Hvammstanga í lokaumferð deildarinnar. Ljósmynd: Guðmundur Einarsson.
Áhöfnin á flaggskipinu eftir leik við Kormák á Hvammstanga í lokaumferð deildarinnar. Ljósmynd: Guðmundur Einarsson.

Körfuboltatímabilinu er sannarlega ekki lokið! Nú hefst úrslitakeppni hjá „flaggskipinu“ b-liði KFÍ sem leikur til úrslita í 3. deild karla. Í 8 liða úrslitum tekur KFÍ-B á móti Kormáki frá Hvammstanga hér heima í dag, föstudaginn 8. apríl klukkan 20:00.

 

Úrslitakeppnin í 3. deild fer þannig fram að aðeins einn leikur er leikinn í hverri umferð svo hér er á ferðinni leikur upp á líf og dauða. KFÍ-b endaði í öðru sæti deildarinnar og hefur þú heimaleikjarétt gagnvart Kormáki sem endaði í sjöunda sæti. Liðin mættust í síðustu umferð deildarinnar fyrir skömmu og hafði KFÍ þá sigur eins og lesa má um hér á síðunni.

 

Hvetjum alla stuðningsmenn KFÍ til að mæta og styðja við liðið. Áhöfnin á flaggskipinu ætlar sannarlega ekki að láta þennanleik verða síðasta leikinn undir merkjum KFÍ í sögunni og stefnir ótrauð á undanúrslit og að sjálfsögðu sæti í 2. deild að ári.

 

Áfram KFÍ! Áfram Vestri!

Deila