Fréttir

Útlileikur gegn Val

Körfubolti | 16.09.2015
Úr leik Vals og KFÍ á Hlíðarenda í 1. deildinni á síðasta tímabili. Ljósmynd: Ingvi Stígsson.
Úr leik Vals og KFÍ á Hlíðarenda í 1. deildinni á síðasta tímabili. Ljósmynd: Ingvi Stígsson.

KFÍ hefur tímabilið með útileik gegn 1. deildar liði Vals á Hlíðarenda í Lengjubikarnum á morgun, fimmtudaginn 17. september. KFÍ leikur í D-riðli Lengjubikarsins en þar leika einnig, auk Vals, úrvalsdeildarliðin Grindavík, ÍR og Íslandsmeistarar KR.

 

Fyrsti  heimaleikurinn er einmitt gegn sjálfum Íslandsmeisturnum laugardaginn 19. september. En meira um þann leik síðar.

Deila