Fréttir

Vaktaskipti í sjoppu - allur ágóði rennur í unglingastarfið

Körfubolti | 26.10.2011
Þetta er allt fyrir krakkana
Þetta er allt fyrir krakkana

Líkt og undanfarin ár stendur Unglingaráð KFÍ fyrir sölu á veitingum og varningi í sjoppunni í íþróttahúsinu á Torfnesi á öllum heimaleikjum í vetur. Á það jafnt við um leiki meistaraflokks karla, meistaraflokks kvenna og unglingaflokks. Unglingaráði telst til að þetta séu ríflega 50 leikir og því er mikilvægt að skipuleggja sölustarfið vel og fá sem flesta foreldra og forráðamenn til að taka þátt í starfinu með Unglingaráði í vetur.

 

Búið er að útbúa töflu með verkaskiptingu og er hún aðgengileg hér á heimasíðunni undir skrár og skjöl. Eru allir sem eiga iðkendur í KFÍ hvattir til að kynna sér töfluna til að sjá hvenær þeir eiga sjoppuvakt í vetur. Margar hendur vinna létt verk og ef allir taka virkan þátt verður vinnan óveruleg fyrir hvern og einn. Allur ágóði af sölu veitinga og varnings á borð við hettupeysur og fleira rennur óskiptur til Unglingaráðs sem nýtir féð fyrst og fremst til að greiða niður ferðir iðkenda á mót. Einnig hefur ágóðinn verið nýttur til að styðja við annað uppbyggilegt starf á vegum yngri flokkanna.

Deila