Fréttir

Valsmenn flykkjast vestur

Körfubolti | 04.02.2010
Við erum klár í slag
Við erum klár í slag
Á sunnudaginn n.k. koma Valsmenn hingað og verður margt um manninn. Það er vegna þess að keppt verður í drengja og meistaraflokk sama dag. Fyrri leikur dagsins er hjá drengjaflokk og hefst kl.14.00 og sá síðari er stórviðureign sömu liða í meistaraflokk og hefst sá leikur kl 19.15.


Það verður hörkuslagur þennan sunnudag, en núna eru strákarnir í meistaraflokk í efsta sæti 1. deildar með 22 stig en Valur kemur þar á eftir með 20 stig. Fyrri leikur þessara liða var allsvakalegur og má geta þess að Valsmenn náðu að vera 16 stigum á undan okkur í hálfleik, en með frábærum leik komum við til baka í seinni hálfleik og unnum 11 stiga sigur.  

Þetta er toppslagur af bestu gerð og eru ALLIR hvattir til að koma á leikina báða á sunnudag og styðja við bakið á okkar strákum. Um er að ræða tvöfaldan skammt af körfubolta sem ætti að gleðja alla.

Mætum á Jakann og styðjum liðið okkar til sigurs, og það tvisvar á sama degi :)

Áfram KFÍ
Deila