Fréttir

Vertíðin byrjar um helgina hjá KFÍ

Körfubolti | 03.10.2012

Þá byrjar veislan og ekki er verra að bæði meistarflokksliðin okkar hefja leik sama dag sunnudaginn 7.október n.k.. Stúlkurnar taka á móti liði Hamars frá Hveragerði í 1.deildinni og hefst sá leikur kl.14.45

 

Og svo hefst Dominos deildin hjá strákunum kl. 19.15 og eru andstæðingar okkar Fjósadrengirnir frá Skallagrím.

 

Steini kokkur verður með Muurikka pönnuna á fullu frá klukkan 18.00 og eldar hamborgara "a la Steini" og er óhætt að segja að ,,þetta er ekki grill heldur ekta" :)

 

Stuðningsmannakortin verða til sölu á staðnum og eru þau seld á 15.000.- kr. Kortin gilda á alla leiki í hjá KFÍ í 1.deild kvenna, Dominosdeildinni og Lengjubikarnum auk unglingaflokks leikina. Einu leikirnir sem eru utanskyldir eru leikir okkar í bikarkeppni KKÍ. Í allt eru þetta 30 leikir sem gerir þá um 500.- kr. á leik sem er vel gert. Kortin eru mikil og góð fjáröflun fyrir okkur og inn í þeim er kaffi í hálfleik auk annarra tilboða sem verða kynnt á næstu dögum. Þeir sem vilja fá kortin fyrrir helgi bendum við á að hafa samband við Guðna gjaldkera í tölvupóst sem er gudnioli@gmail.com og við komum þeim í þínar hendur.

 

KFÍ-TV er að byrja einnig og verður sýna í HD í vetur samkvæmt áætlun okkar þar um. Strákarnir hafa í sumar sent út fótboltaleikina með góðum árangri og erum við að hefja sjötta árið í útsendingu frá Jakanum. Við hvetjum þá sem eru fjarri heimahögum og eiga ekki heimangegnt að vera við tölvuskjáinn og fá leikinn beint í æð. Útsending hefst kl.19.05 og eru það Gaui.Þ, Sturla Stígsson og Jakob Einar sjónvarpsstjóri sem stýra þessu ásamt fjölda aðstoðarmanna. Við lofum nýjungum í vetur.

 

Við hvetjum fólk að koma á leikina fá sér hamborgara og taka þátt í fjörinu með okkur

 

Áfram KFÍ

Deila