Fréttir

Vestrakonur fá bandarískan liðsauka

Körfubolti | 18.08.2020
Olivia Crawford er nýr liðsmaður meistaraflokks kvenna hjá Kkd. Vestra.
Olivia Crawford er nýr liðsmaður meistaraflokks kvenna hjá Kkd. Vestra.

Hin bandaríska Olivia Crawford er gengin til liðs við nýstofnaðan meistaraflokk kvenna hjá Kkd. Vestra. Liðið mun leika í 1. deild Íslandsmótsins í vetur eftir fimm ára hlé. Olivia er 23 ára leikstjórnandi og lék með Seattle University á síðustu leiktíð. Hún byrjar því atvinnumannaferil sinn á Ísafirði.

Olivia er fyrsti erlendi leikmaðurinn í kvennakörfunni á Ísafirði í fimm ár en síðast lék Labrenthia Murdoch með KFÍ tímabilið 2014-2015. Liðið náði þá þriðja sæti 1. deildarinnar en lagðist svo af. Meistaraflokkurinn var endurvakinn á ný nú snemmsumars en uppistaðan í honum verða 15-18 ára leikmenn Vestra sem hafa spilað upp alla yngri flokka deildarinnar. Pétur Már Sigurðsson er þjálfari meistaraflokks kvenna en hann þjálfar jafnframt meistaraflokk karla.

Kkd. Vestra býður Olivu hjartanlega velkomna til Ísafjarðar.

Hér má sjá "háuljós" Oliviu frá síðasta tímabili:

 

Deila