Fréttir

Vestrastelpur fjölmenntu í Stelpubúðir Helenu Sverris

Körfubolti | 29.08.2016
Glæsilegur hópur Vestrastelpna í Stelpubúðum Helenu Sverris og Hauka um nýliðna helgi.
Glæsilegur hópur Vestrastelpna í Stelpubúðum Helenu Sverris og Hauka um nýliðna helgi.

Um nýliðna helgi fóru Stelpubúðir Helenu Sverris og Hauka fram á Ásvöllum í Hafnarfirði. Búðirnar eru ætlaðar stelpum á aldrinum 8-15 ára og hafa aldrei verið fjölmennari en ríflega hundrað stelpur voru skráðar til leiks. Iðkendur úr Kkd. Vestra létu ekki sitt eftir liggja en 11 Vestrastelpur tóku þátt í búðunum og voru þær því um einn tíundi af öllum þátttakendum.

Ljóst er að stelpum er að fjölga mjög í körfuboltanum um allt land. Þar er Kkd Vestri engin undantekning og síðustu ár hafa kynjahlutföllin verið mjög jöfn hjá félaginu.

Æfingar vetrarins hefjast samkvæmt æfingatöflu á fimmtudaginn kemur og verður æfingataflan formlega birt hér á síðunni ekki seinna en á morgun. Hinn árlegi Körfuboltadagur fer síðan fram miðvikudaginn 7. september kl. 17-19 og er um að gera að taka tímann strax frá. Þar verður margt til gamans gert að venju ásamt því að vetrarstarf yngri flokkanna verður kynnt.

Deila