Fréttir

Vestri - Fjölnir á mánudag

Körfubolti | 09.02.2019
Strákarnir stefna á sigur á mánudaginn!
Strákarnir stefna á sigur á mánudaginn!

Leik Vestra og Fjölnis sem fram átti að fara í gærkvöld var frestað þar sem síðdegisvél Flugfélags Íslands náði ekki að lenda á Ísafirði. Leikurinn fer fram á mánudaginn 11. febrúar kl. 19:15.

Við hvetjum alla til að mæta á mánudagskvöldið og styðja strákana í þessum mikilvæga leik gegn sterku liði Fjölnis.

Grillaðir hamborgarar verða í boði fyrir leik á sama góða verðinu: 1.000 kr. fyrir stakan borgara með gosi og fjölskyldutilboð fjórir borgarar með gosi á 3.000 kr. 

Leikurinn verður í beinni útsendingu á Jakinn-TV.

Deila