Fréttir

Vestri í úrslit 2. deildarinnar

Körfubolti | 05.04.2024
1 af 2

Það var spenna í loftinu í Jakanum fyrr í kvöld enda undanúrslitaviðureign í vændum. Það hafði komið áður ljós að það væri eingöngu eitt leið sem færi upp úr annarri deild í þá fyrstu og leiðréttist því sem hefur verið sagt hér á samfélagsmiðlum áður. Leikurinn því mikilvægur fyrir strákana í þeirri vegferð að vinna sér sæti í fyrstu deildinni.

Leikurinn byrjaði fjörlega og var leikurinn jafn og skemmtilegur í fyrri hálfleik. Jonathan og Sigurður voru mikilvægir í vörn og sókn. Þá kom Blessed sterkur inn og var iðinn ásamt því að setja góðar körfur og náði Vestri smá forskoti inn í hálfleik. Vörnin var nokkuð góð í fyrri hálf leik. Í seinni hálfleik þá var Vestri skrefinu á undan og gáfu Leiknis mönnum ekki mörg tækifæri til að gera leikinn jafnan. Jontahan, Sigurður, Elmar og Blessed voru góðir í kvöld. Það komust þó allir vel frá sínu og var mikil barátta í liðinu og vörnin góð, sem skilaði sér í opnum skotum og góðum færum. Vestri sigraði leikinn 100-81 og er því á leiðinni í úrslitaviðureign. Stigaskor: Jonathan 46, Sigurður 18, Elmar 17, Blessed 11, Frosti 3, Haukur 3, Hjálmar 2.

Í úrslitaviðureigninni mæta þeir annað hvort liði KV eða KFG, en Vestri hefur unnið bæði þessi lið fyrr í vetur. Annar tapleikja Vestra í vetur var á heimavelli á móti KFG og KFG hefur tapað fyrir KV. Þannig að þessi lið eru því öll nokkuð jöfn. Bæði KV og KFG hafa metnað til þess að fara upp um deild. KFG er skipað ungum og sprækum strákum úr úrvalsdeildarliði Stjörnunnar. KV er skipað leikmönnum sem eru með tengingar við KR. KV og KFG eigast við á sunnudaginn.

Úrslitaviðureignin er með því sniði að það lið sem er fyrr til að vinna tvo leiki vinnur viðureignina. Spilað er heima og heiman og er fyrsti leikurinn eftir viku þann 12. Apríl á Ísafirði, svo er útileikur þann 15 apríl og ef þörf er á þá er leikur þann 23 apríl aftur á Ísafirði.

Deila