Fréttir

Vestri mætir Ármanni

Körfubolti | 18.01.2017
Ljósmynd: Ágúst G.Atlason www.gusti.is
Ljósmynd: Ágúst G.Atlason www.gusti.is

Meistaraflokkur karla í körfubolta tekur á móti Ármenningum í fyrsta leik liðsins eftir jólahlé hér heima á Jakanum, Torfnesi. Leikurinn fer fram föstudaginn 20. janúar og hefst kl. 19:15

Vestramenn eru í mikilli báráttu um sæti í úrslitakeppninni og því er hvert stig dýrmætt. Strákarnir unni þrjá síðustu leiki sína fyrir jólahlé og stefna ótrauðir að fjórða sigrinum á föstudaginn kemur. Ármenningar eiga enn eftir að sigra leik í deildinni í vetur. Það má því búast við að þeir mæti hungraðir til leiks og leggi allt í sölurnar.

Hvetjum alla til að mæta og styðja við Vestra.

Deila