Fréttir

Vestri mætir Hamri í mikilvægum leik

Körfubolti | 20.10.2016
Vestri mætti FSu í síðustu umferð á útivelli og þá höfðu Sunnlendingar betur. Nú er röðin komin að grönnum Selfyssinganna í Hveragerði að mæta Vestra. Strákarnir eru staðráðnir í að senda ekki tvö stig til viðbótar á Suðurlandið. Ljósmynd: Jóhannes Eiríksson.
Vestri mætti FSu í síðustu umferð á útivelli og þá höfðu Sunnlendingar betur. Nú er röðin komin að grönnum Selfyssinganna í Hveragerði að mæta Vestra. Strákarnir eru staðráðnir í að senda ekki tvö stig til viðbótar á Suðurlandið. Ljósmynd: Jóhannes Eiríksson.

Á morgun, föstudaginn 21. október, mæta Hamarsmenn frá Hveragerði á Jakann í 1. deild karla í kröfubolta. Leikurinn hefst kl. 19:15.

Hamarsmenn hafa spilað tvo leiki í deildinni. Þeir sigruðu ÍA örugglega á útivelli í fyrst umferð en steinlágu svo fyrir Hetti á heimavelli í síðustu umferð. Vestra strákar eru hinsvegar enn án sigurs en eru staðráðnir í því að landa þeim fyrsta hér á heimavelli á morgun.

Þess má svo geta að á sunnudaginn fer meistaraflokkur upp á Skaga og mætir þar ÍA auk þess sem unglingaflokkur Vestra mætir Skallagrími í Borgarnesi á laugardag.

Aðgangseyrir er óbreyttur frá síðasta ári eða 1.000 kr. en á leiknum verða einnig til sölu árskort fyrir aðeins 10.000 kr. en kortin gilda á alla 12 heimaleiki Vestra í Íslandsmótinu.

Sú góða hefð að bjóða upp á hamborgara á leiknum verður að sjálfsögðu höfð í heiðri svo algjör óþarfi er að standa í kvöldmatarstússi heima fyrir leik.

Áfram Vestri!

Deila