Fréttir

Vestri mætir Haukum í Maltbikarnum

Körfubolti | 04.11.2016

Meistaraflokkur Vestra tekur á móti úrvalsdeildarliði Hauka í Maltbikakarnum í körfubolta á mánudag. Haukar léku til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í fyrra gegn KR og hafa á að skipa flottu liði þótt þeir hafi ekki farið vel af stað í úrvalsdeildinni í vetur. Þetta er því verðugt verkefni fyrir Vestramenn og verður gaman að sjá strákana etja kappi við úrvalsdeildarlið.

Leikurinn hefst á Jakanum kl. 19:15 mánudaginn 7. október. Ekki verða í boði hamborgarar að þessu sinni en sjoppa Barna- og unglingaráðs mun bjóða upp á dýrindis pylsur.

Aðgangseyrir er aðeins 1.000 kr. en rétt er að taka fram að árskort gilda ekki á bikarleiki.

Áfram Vestri!

Deila