Fréttir

Vestri mætir Þór í kvöld ÍR á laugardag

Körfubolti | 22.10.2021
1 af 2

Í kvöld, föstudaginn 22. október, klukkan 18:15 fer fram annar heimaleikur meistaraflokks karla í úrvalsdeildinni í vetur þegar strákarnir mæta Þór frá Akureyri. Þórsarar eru rétt eins og Vestramenn að leita að fyrsta sigri sínum í deildinni eftir þrjár umferðir. Leikurinn er því þýðingarmikill og ljóst að liðið sem sigrar mun lyfta sér úr neðsta hluta deildarinnar.

Meistaraflokkur kvenna á einnig heimaleik á laugardag þegar liðið mætir ÍR kl. 14:00. ÍR liðið hefur leikið vel það sem af er tímabilsins og unnið báða leiki sína á meðan lið Vestra er enn að slípast saman. Nokkuð hefur borið á meiðslum lykilleikmanna í upphafi tímabils en ljóst er að liðið á mikið inni þegar það verður fullskipað.

Á báðum leikjum verður áfram hægt að kaupa árskort sem gilda á alla leiki Íslandsmótsins hjá báðum liðum. Grillmeistarar Vestra verða með grillið heitt á báðum leikjum og framreiða ljúffenga Vestraborgara.

Deila