Fréttir

Vestri mætir Val í VÍS bikarnum

Körfubolti | 19.10.2023

Í fyrsta heimaleik tímabilsins mætir meistaraflokkur Vestra úrvalsdeildarliði Vals í 32 liða úrslitum VÍS bikarsins. Valsmenn léku til úrslita um Íslandsmeistaratitlinn síðastliðið vor og mættu þá m.a. okkar manni Sigga Þorsteins sem þá lék með Íslandsmeisturum Tindastóls.

Strákarnir þurfa á stuðningi ykkar að halda.

Hvetjum öll til að mæta og hvetja Vestramenn til dáða.

Leikurinn hefst kl. 16:00 laugardaginn 21. október á Torfnesi.

Deila