Fréttir

Vestri vann Þór í framlengdum leik

Körfubolti | 26.01.2019
Vestri sigraði Þór Akureyri á Jakanum í framlengdum leik! Ljósmynd: Anna Ingimars.
Vestri sigraði Þór Akureyri á Jakanum í framlengdum leik! Ljósmynd: Anna Ingimars.
1 af 2

Vestri lagði Þór frá Akureyri í framlengdum leik á Jakanum í gærkvöldi. Eftir venjulegan leiktíma var staðan jöfn 81-81 en Vestri hafði betur í framlengingunni og sigraði 89-85.

Þórsarar byrjuðu leikinn betur og leiddu með 9 stigum, 18-27 eftir fyrsta leikhluta. Í öðrum leikhluta náðu Vestramenn að minnka muninn og staðan var 39-41 í háfleik. Í þriðja leikhluta sigu Þórsarar framúr, skoruðu 30 stig gegn 24, og því var staðan 63-71 þegar síðasti fjórðungurinn hófst. Með góðum varnarleik náði Vestri að knýja fram framlengingu, en Þórsarar skoruðu aðeins 10 stig í leikhlutanum, og vörnin hélt áfram vatni í framlengingu sem skóp þennan mikilvæga sigur.

Liðsmenn Vestra léku með sorgarbönd til minningar um Stefán Dan Óskarsson sem borinn verður til grafar á Ísafirði í dag. Stefán rak líkamsræktarstöðina Stúdíó Dan á Ísafirði í 31 ár og studdi alla tíð dyggilega við bakið á KFÍ og Kkd. Vestra. Í gegnum tíðina æfðu leikmenn liðsins hjá honum í Stúdíóinu, fóru í pottinn, fengu nudd eða nálastungur. Bæði sonur hans og dóttursonur léku fyrir KFÍ. Körfuknattleiksdeild Vestra sendir aðstandendum Stefáns innilegar samúðarkveðjur.

Næsti leikur Vestra er gegn Snæfelli hér heima á föstudaginn kemur 1. febrúar.

Deila