Fréttir

Vetrarstarfið að byrja

Körfubolti | 02.09.2013

Verið er að leggja lokahönd á æfingatöflu yngri flokka KFÍ og er stefnt að því að æfingar hefjist seinnipartinn í þessari viku. Þau allra yngstu hefja leikinn fyrst allra því æfingar í Krílakörfunni hefjast nú á miðvikudaginn, 4. september í íþróttahúsinu að Austurvegi kl 16.05. Sigríður Guðjónsdóttir, íþróttafræðingur og körfuboltakona, hefur umsjón með Krílakörfunni í vetur og eru allir krakkar á aldrinum 4-5 ára, jafnt stelpur sem strákar, hvattir til að kíkja og spreyta sig í körfu. Markmiðið með Krílakörfunni er að efla hreyfiþroska og boltafærni barnanna í gegnum skemmtilega leiki og einfaldar körfuboltaæfingar.

Deila